Frímúraraúr

JS Watch Co. Reykjavik sjálftrekkt mekanískt úr hannað sérstaklega fyrir meðlimi Frímúrarareglunar á Íslandi.

Úrið er nú komið í forsölu og verður sett í framleiðslu um leið og 50 pantanir hafa borist. Þetta fallega og einstaka úr kostar 400.000 krónur og fer tæpur fjórðungur verðsins í styrktarsjóð Frímúrara.

Hágæða 38.5mm úrkassi úr ryðfríu 316L stáli með 50 metra vatnsvörn og rispufríu safírgleri. Á því er hvít háglans skífa með silfurlitum rómverskum tölum, rauðum kross, blámuðum vísum og einnig er rauður kross grafin í upptrekki krónu. Að innan er hágæða sjálftrekkt svissnskt úrverk (Soprod M100 Top grade).

Fáanlegt með handsaumaðri brúnni eða svartri strútsól.

Íslenskt bræðralag áletrað á bak og möguleiki á að fá nafn eiganda úrs áletrað á sjálfvindu lóð. Hvert eintak er númerað.

Úrin eru hönnuð og sett saman á úrsmíðaverkstæði Gilberts úrsmiðs. Meðfylgjandi myndir eru tölvuteiknaðar myndir og verður úrið aðeins framleitt ef lágmarks fjöldi pantana næst.

Verð og pantanir

Verð úrsins er 400.000 kr. og fer um fjórðungur af þeirri upphæð óskert í styrktarsjóð Frímúrara.
Staðfestingargjald fyrir pöntun eru 50.000 kr.

Þegar að lágmarki 50 staðfestar pantanir hafa borist verður framleiðslan sett af stað og tekur hún um 6 – 8 mánuði fyrir fyrstu eintök. Þegar pöntun er staðfest fá þeir sem hafa forpantað staðfestingarpóst um að framleiðsluferlið sé hafið og hefur hver og einn þá þessa 6 – 8 mánuði til að klára greiðslu á úrinu. Þetta má gera með eingreiðslu eða skipt niður í minni greiðslur, svo lengi sem öll upphæðin hafi borist áður en úrið er afhent.

Forpöntun fer tram með því að senda póst á brodir@frimurarareglan.is þar sem tilgreina þarf:

  • Nafn br. sem kaupir úrið (eða fær það að gjöf, ef um þriðja aðila er að ræða sem kaupir)
  • Val á lit á ól (brunt era svart).

Viðkomandi fær þá til baka staðfestingu með greiðlsuupplýsingum, en forpöntun er greidd með millifærslu.

Get ég keypt úrið seinna?

Já, eftir að forpöntunum hefur verið náð verður áfram hægt að panta úrið og kaupa það í gegnum þennan vef.

Aðrar upplýsingar

Ef ekki næst lágmarksfjöldi pantana til að hefja framleiðslu fá allir sem greitt hafa staðfestingargjald upphæðina endurgreidda að fullu.

Hvert úr er númerað, en um raðnúmer er að ræða á úrunum. Því er ekki hægt að óska sérstaklega eftir sérstöku númeri. Númerið segir í raun til um númer hvað úrið var pantað.

Hægt er að fá nafn viðkomandi áletrað á sjálfvindu lóð, innifalið í verði. Hægt er að biðja um áletrunina strax við forpöntun eða hvenær sem er í ferlinu. Einnig má hæglega láta áletra úrið seinna.